Fótbolti

Glódís Perla og félagar hleyptu engu í gegn og skoruðu síðan sigurmark í blálokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir. Vísir/Getty

Glódís Perla Viggósdóttir og félagar í sænska liðinu Rosengård eru í góðum málum í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 1-0 útisigur á rússneska liðinu Ryazan-VDV.

Glódís Perla spilaði í miðri vörn Rosengård við hlið dönsku landsliðskonunnar Simone Boye Sörensen.

Rosengård hélt marki sínu hreinu og Caroline Seger skoraði síðan sigurmarkið á 90. mínútu leiksins þó einhverjir vilji þó meina að um sjálfsmark hafi verið að ræða.

Glódís Perla átti mikinn þátt í sigurmarkinu með lykilsendingu fram völlinn.

Rosengård liðið hefur komst í sextán liða úrslitin undanfarin sjö ár og það lítur út fyrir að þær ættu að komast þangað áttunda árið í röð.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.