Fótbolti

Telegraph fegrar aðeins frábæra tíma íslenska fótboltalandsliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenskir landsliðsmenn fagna á EM í Frakklandi 2016.
Íslenskir landsliðsmenn fagna á EM í Frakklandi 2016. Vísir/Getty

Telegraph fór yfir úrslitin og stöðu mála eftir fyrstu leikina í nýrri Þjóðadeild UEFA. Íslenska knattspyrnuævintýrið er vonandi bara í pásu en eftir fimm stórkostleg ár eru íslensku strákarnir með mótvind í fangið.

Blaðmaður Telegraph fór yfir gang mála á síðustu dögum og tók fyrir sigurvegara hvers riðils í fyrsta landsleikjahléinu ásamt því að taka fyrir þau lið sem ollu vonbrigðum í hverjum riðli.

Það þarf ekkert að fara í felur með það að útlitið er svart hjá íslenska fótboltalandsliðinu eftir tvö töp með markatölunni 0-9 í fyrstu tveimur leikjum sínum.

Íslenska landsliðið getur farið að undirbúa sig fyrir B-deildina enda þarf liðið væntanlega að vinna síðustu tvo leiki sína til að eiga möguleika á því að halda sér uppi í A-deild.

Greinarhöfundur Telegraph fegrar hins vegar aðeins frábæra tíma íslenska fótboltalandsliðsins með því að segja að íslenska landsliðið hafi komist í undanúrslitin á EM í Frakklandi 2016.

Það má sjá þetta hér fyrir neðan.

Skjámynd/Umföllun Telegraph um riðil Íslands

Íslenska landsliðið sló vissulega út enska landsliðið í keppninni en það var í sextán liða úrslitum en ekki í átta liða úrslitum.

Íslenska liðið tapaði 5-2 á móti Frökkum í átta liða úrslitunum.

Wales komst aftur á móti alla leið í undanúrslitin en Wales var á sínu fyrsta Evrópumóti eins og íslenska liðið.

Það kom ekkert á óvart að greinarhöfundir telji að baráttan um sigur í riðli Íslands standi á milli Sviss og Belgíu. Þar búa Belgar að því að eiga seinni leikinn á heimavelli sínum en þau mætast fyrst í Brussel í Belgíu.

Það má sjá alla greinina með því að smella hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.