Viðskipti innlent

Hækkun Icelandair gekk til baka

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hlutabréfaverð í Icelandair hækkaði flugið í morgun.
Hlutabréfaverð í Icelandair hækkaði flugið í morgun. VÍSIR/VILHELM

Hækkanir á hlutabréfaverði Icelandair, sem greint var frá í dag, gengu til baka eftir því sem leið á daginn. Fyrir hádegi höfðu bréf í félaginu hækkað um rúm 5 prósent í tæplega 300 milljóna viðskiptum. Að loknum 632 milljón króna viðskiptum með bréf í félaginu í dag er verðið nú um 8,2 krónur á hlut, jafnhátt og það var við lokun markaða í gær.

Hlutabréf í Icelandair hafa hækkað um rúmlega 14 prósent í vikunni eftir mikla lækkunarhrinu á undanförnum mánuðum. Hlutabréfaverð í félaginu hefur alls fallið um 47 prósent á síðastliðnu ári.

Nokkuð var um hækkanir í Kauphöllinni í dag. Hagar hækkuðu um 3,33 prósent eftir tíðindi gærdagsins, en hlutabréf í Eik, Arion og Reginn hækkuðu einnig um 3 prósent. Hlutabréfaverð í HB Granda lækkuðu mest í dag, þó ekki nema um 0,63 prósent í 5 milljón króna viðskiptum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.