Viðskipti innlent

Verð á ökuskírteinum hækkar um þriðjung

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Útgáfa ökuskírteina verður dýrari.
Útgáfa ökuskírteina verður dýrari.
Verði frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að lögum munu vegabréf, ökuskírteini, sakavottorð og lögskilnaðarleyfi verða dýrari. Í greinargerð með frumvarpinu, sem lagt er fram samhliða fjárlögum ársins, segir að „brýn þörf“ sá á verðlagshækkununum.

Gjöldin hafi mörg hver verið óbreytt frá 2010, en á þeim tíma hafi vísitala neysluverðs hækkað um tæplega 30 prósent. Að sama skapi hafi laun hækkað um 70 prósent á þessu tímabili.

Gert er ráð fyrir því að ýmis dómstólagjöld hækki við samþykkt frumvarpsins, eins og fræðast má um hér, en meðal annarra hækkana má nefna:

Útgáfa hefðbundins vegabréfs hækkar úr 5900 krónum í 8000 krónur. 

Útgáfa vegbréfa fyrir fólk á aldrinum 18 til 66 ára hækkar úr 12300 krónum í 13000 krónur. 

Lögskilnaðarleyfi hækka úr 4700 krónum í 6000 krónur.

Þinglýsing skjala hækkar úr 2000 krónum í 2500 krónur.

Sakavottorð hækkar úr 2000 krónum í 2500 krónur.

Ætlað er að hækkanirnar muni skila ríkissjóði um 500 milljónum króna á ári.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×