Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 verður fjallað ítarlega um stöðuna á flugfélaginu WOW air. Forstjóri Icelandair segir sameiningu flugfélaganna ekki vera í kortunum. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur skort á upplýsingum geta valdið óróa á markaði en stjórnendur WOW segja tilkynningar að vænta í lok vikunnar.

Einnig fjöllum við um aðgerðaáætlun menntamálaráðherra þar sem dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði upp á 560 milljónir króna á ári og fjölmiðlar í einkarekstri styrktir sérstaklega.

Við höldum áfram að fjalla um rafbílavæðingu en aðeins er hægt að nota fimmtung af þeim rafbílatenglum sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í miðborginni þar sem Veitur hafa ekki sett rafmagn í þá.

Við tökum stöðuna á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur en fyrstu verslanirnar opna þar innan nokkurra vikna og við fylgjum Indverja úr hlaði sem ætlar að hjóla hringinn í kringum landið á hjóli sem gengur fyrir sólarorku.

Þetta og margt fleira í kvöldréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30 og í beinni á VísiAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.