Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30.
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 verður fjallað ítarlega um stöðuna á flugfélaginu WOW air. Forstjóri Icelandair segir sameiningu flugfélaganna ekki vera í kortunum. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur skort á upplýsingum geta valdið óróa á markaði en stjórnendur WOW segja tilkynningar að vænta í lok vikunnar.

Einnig fjöllum við um aðgerðaáætlun menntamálaráðherra þar sem dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði upp á 560 milljónir króna á ári og fjölmiðlar í einkarekstri styrktir sérstaklega.

Við höldum áfram að fjalla um rafbílavæðingu en aðeins er hægt að nota fimmtung af þeim rafbílatenglum sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í miðborginni þar sem Veitur hafa ekki sett rafmagn í þá.

Við tökum stöðuna á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur en fyrstu verslanirnar opna þar innan nokkurra vikna og við fylgjum Indverja úr hlaði sem ætlar að hjóla hringinn í kringum landið á hjóli sem gengur fyrir sólarorku.

Þetta og margt fleira í kvöldréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30 og í beinni á Vísi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×