Handbolti

Guðjón og Alexander höfðu betur gegn Aroni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón fagnar marki í leik með Löwen.
Guðjón fagnar marki í leik með Löwen. vísir/getty

Rhein-Neckar Löwen hafði betur gegn Barcelona í Íslendingaslag er liðin mættust í fyrstu umferðinni í A-riðli í Meistaradeild Evrópu. Lokatölur 35-34.

Þjóðverjarnir náðu forystunni um miðjan hálfleikinn og leiddu í hálfleik með þremur mörkum, 16-13, eftir að hafa náð mest sex marka forystu.

Í síðari hálfleik slökuðu þeir þýsku aðeins á. Þeir náðu mest sjö marka forystu í síðari hálfleik en Börsungar náðu að laga stöðuna en ekki að jafna. Lokatölur urðu 35-34.

Guðjón Valur Sigurðsson gerði sex mörk úr sex skotum en Alexander Petersson skoraði eitt mark. Hjá Barcelona var Aron Pálmarsson með tvö mörk.

Í A-riðlinum eru einnig Kristianstad, Meskhov Brest, Montpellier, Vardar, Veszprem og Kielce svo riðillinn er nokkuð sterkur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.