Sport

NFL-stjarna hótaði að lemja blaðamann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
AB84 er mjög virkur á samfélagsmiðlum en minna fyrir að spjalla við blaðamenn.
AB84 er mjög virkur á samfélagsmiðlum en minna fyrir að spjalla við blaðamenn. vísir/getty

Besti útherji NFL-deildarinnar, Antonio Brown hjá Pittsburgh, hefur beðið íþróttafréttamann ESPN afsökunar á því að hafa hótað að lemja hann.

Íþróttafréttamaðurinn Jesse Washington skrifaði grein um Brown á dögunum sem fór illa í hann. Þá var hann að tala um samskiptamiðlaútgáfuna af Brown sem þó gefur lítið af sér til fjölmiðla.

Brown henti sér á Twitter eftir að hafa lesið greinina og sendi Washington skilaboð. „Hlakka til að sjá þig bróðir. Verður gaman að sjá hvernig kjálkinn á þér lítur út eftir það,“ skrifaði Brown en hann baðst svo afsökunar á þessu heimskulega tísti í vikunni.

„Þetta var slæm ákvörðun hjá mér. Það er aldrei í lagi að hóta fólki og ég þarf að vera fagmannlegri í minni hegðun,“ skrifaði Brown.

Þetta er í annað sinn sem hann lætur Washington heyra það. Í fyrra skiptið sendi hann blaðamanninum skilaboð á Instagram um að láta sig í friði. Svo útilokaði hann Washington frá Instagram-reikningi sínum.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.