Viðskipti innlent

Rukka meira fyrir smjörið

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Smjör.
Smjör.

Heildsöluverð á smjöri hækkar um fimmtán prósent í dag og heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða annarra en smjörs um 4,86 prósent. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið tilkynnti um þessa ákvörðun verðlagsnefndar búvara í gær. Lágmarksverð mjólkur til bænda hækkar um 3,52 prósent, eða úr 84,4 krónum í 90,48 krónur.

Samkvæmt því sem kom fram í tilkynningu ráðuneytisins er hækkunin til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur. Greint er frá því að síðasta verðbreyting hafi verið gerð á nýársdag 2017 og síðan þá hafi gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 3,6 prósent. Reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva hafi þá hækkað um 8,14 prósent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.