Innlent

Kalt og blautt vestantil en bjart og þurrt á Austurlandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það verður blautt á höfuðborgarsvæðinu nú í blábyrjun september.
Það verður blautt á höfuðborgarsvæðinu nú í blábyrjun september. VÍSIR/ARNÞÓR
September heilsar með suðvestan strekkingi og rigningu eða skúrum, einkum vestanlands, en björtu og þurru veðri á Norðaustur- og Austurlandi og hita að 15 stigum þar.

Búist er við því að lægja taki í kvöld, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þá er gert ráð fyrir fremur hægum vindi á morgun og skúrum sunnan- og vestantil á landinu.

Síðdegis má einnig búast við stöku skúrum norðaustanlands. Hiti 7 til 13 stig. Á mánudag gengur í sunnan 8-13 m/s og rigningu en þurrt á Norðausturlandi. Búist er við mildu veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:



Á sunnudag:

Suðlæg átt 3-8 og skúrir um landið S- og V-vert. Bjart með köflum á NA- og A-landi, en stöku skúrir síðdegis. Hiti 7 til 13 stig að deginum, mildast NA-lands.

Á mánudag:

Heldur vaxandi sunnanátt, 8-13 og rigning síðdegis, en þurrt NA-til á landinu. Hiti 8 til 13 stig.

Á þriðjudag:

Suðvestlæg eða breytileg átt og víða skúrir, hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:

Norðvestlæg átt með rigningu N-lands, en rofar til sunnan heiða. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast SA-lands.

Á fimmtudag og föstudag:

Suðlæg átt og vætusamt, en úrkomulítið NA-lands. Fremur hlýtt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×