Innlent

Kalt og blautt vestantil en bjart og þurrt á Austurlandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það verður blautt á höfuðborgarsvæðinu nú í blábyrjun september.
Það verður blautt á höfuðborgarsvæðinu nú í blábyrjun september. VÍSIR/ARNÞÓR

September heilsar með suðvestan strekkingi og rigningu eða skúrum, einkum vestanlands, en björtu og þurru veðri á Norðaustur- og Austurlandi og hita að 15 stigum þar.

Búist er við því að lægja taki í kvöld, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þá er gert ráð fyrir fremur hægum vindi á morgun og skúrum sunnan- og vestantil á landinu.

Síðdegis má einnig búast við stöku skúrum norðaustanlands. Hiti 7 til 13 stig. Á mánudag gengur í sunnan 8-13 m/s og rigningu en þurrt á Norðausturlandi. Búist er við mildu veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag:
Suðlæg átt 3-8 og skúrir um landið S- og V-vert. Bjart með köflum á NA- og A-landi, en stöku skúrir síðdegis. Hiti 7 til 13 stig að deginum, mildast NA-lands.

Á mánudag:
Heldur vaxandi sunnanátt, 8-13 og rigning síðdegis, en þurrt NA-til á landinu. Hiti 8 til 13 stig.

Á þriðjudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt og víða skúrir, hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Norðvestlæg átt með rigningu N-lands, en rofar til sunnan heiða. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast SA-lands.

Á fimmtudag og föstudag:
Suðlæg átt og vætusamt, en úrkomulítið NA-lands. Fremur hlýtt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.