Körfubolti

Thomas og Pryor gætu spilað fyrsta landsleikinn á morgun

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pryor í leik með Stjörnunni
Pryor í leik með Stjörnunni vísir

Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur valið 12 manna hóp sem mætir Noregi í tveimur æfingaleikjum á næstu dögum.

Tuttugu leikmenn voru kallaðir til æfinga fyrr í vikunni og hefur Pedersen nú skorið þann hóp niður í tólf leikmenn sem fara til Noregs í fyrramálið.

Landsliðið spilar tvo leiki gegn Norðmönnum, á morgun 2. september og á mánudaginn 3. september. Leikirnir eru hluti af 50 ára afmælisfögnuði norska sambandsins.

Flest stærstu nöfnin í landsliðinu síðustu ár eru ekki í þessum hópi, þeir koma til æfinga með liðinu 7. september fyrir leik í forkeppni Eurobasket um miðjan september.

Hópurinn sem fer til Noregs:
Kristján Leifur Sverrisson, Haukum
Gunnar Ólafsson, Keflavík
Ragnar Nathanaelsson, Val
Pétur Rúnar Birgisson, Tindastól
Hjálmar Stefánsson, Haukum
Danero Thomas, Tindastól
Collin Pryor, Stjörnunni
Tómas Þórður Hilmarsson, Stjörnunni
Kristinn Pálsson, Njarðvík
Ólafur Ólafsson, Grindavík
Haukur Óskarsson, Haukum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.