Fótbolti

Fanndís: Þær voru bara betri en við

Víkngur Goði Sigurðarson skrifar
Fanndís í baráttunni í dag
Fanndís í baráttunni í dag vísir/daníel
Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Íslenska landsliðsins í fótbolta var svekkt eftir 2-0 tap gegn Þjóðverjum í dag. Fanndís spilaði á vinstri kantinum í dag og átti nokkur skot í átt að marki Þjóðverja í dag en því miður ekkert sem rataði inn.

„Þetta er það, verður bara að segjast eins og er. Þær voru bara betri en við í dag,” sagði Fanndís eftir að vera spurð hvort þetta hafi verið svekkjandi eftir tapið í dag gegn Þýskalandi.

Hvað fannst Fanndísi helst vanta uppá hjá liðinu í dag?

„Við fengum nokkur svona moment sem við hefðum getað gripið kannski örlítið betur en við gáfum okkur 110% fram í þetta og reyndum allt sem við gátum.”

Vantaði aðeins meiri pressu og afl í sóknarleikinn?

„Eins og ég sagði þá komu svona moment sem að við hefðum getað gripið betur og svona moment sem að við hefðum getað sótt aðeins á þær og gert aðeins betur, en því miður þá voru þær bara öflugari í dag.”

Er þetta bara klisjan að Ísland fer aldrei auðveldu leiðina?

„Nei, nei við tökum bara gott recovery núna og gírum okkur almennilega upp fyrir leikinn á þriðjudaginn og ætlum okkur að vinna hann af sjálfsögðu,” sagði Fanndís Friðriksdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×