Erlent

Fjallganga í hægvarpi

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Útsýnið af toppi Galdhöpiggen í Noregi.
Útsýnið af toppi Galdhöpiggen í Noregi. Vísir/Getty
Norska ríkisútvarpið (NRK) heldur áfram að feta nýjar slóðir í hinu svokallaða hægvarpi.

Á fimmtudaginn kemur verður NRK með sjö klukkustunda beina útsendingu frá fjallgöngu á hæsta fjall Noregs, Galdhöpiggen, sem er 2.469 metra hátt.

„Margir hafa farið upp á fjallið, og enn fleiri vilja einhvern tíma gera það,“ segir Arne Nordrum, verkefnastjóri hjá NRK.

„Núna geta allir tekið þátt í göngu á fjallið, sama hvar viðkomandi er staddur í heiminum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×