Fótbolti

Sjáðu af hverju Neymar á stundum skilið smá hrós líka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar,
Neymar, Vísir/Getty

Brasilíumaðurinn Neymar hefur mátt þola meiri gagnrýni en flestir af þeim sem teljast til bestu knattspyrnumanna heimsins.

Neymar er frábær fótboltamaður, mikill markaskorari og með frábæra tækni. Hann heillar áhorfendur með leikni sinni í hverjum leik og er með frábæra markatölfræði bæði með félagsliðum og brasilíksa landsliðinu þar sem hann 26 ára gamall er kominn upp í þriðja sæti (á eftir Pele og Ronaldo) yfir markahæstu landsliðsmenn Brasilíu frá upphafi.

Hann er aftur á móti með einn risastóran galla því leikarinn í honum brýst margoft fram í hverjum leik. Það hefur kallað á mikla gagnrýni allstaðar að úr heiminum.

Neymar hefur því ekki hjálpað sér mikið sjálfur með því að liggja emjandi í grasinu við minnsta tilefni og HM í Rússlandi í sumar var heldur ekki til að bæta ímynd hans.

Neymar hefur þegar skorað fjögur mörk í fyrstu fjórum deildarleikjum Paris Saint Germain á tímabilinu og fagnaði um helgina fyrir framan skilti sem kallaði hann grenjuskjóðu. Það er erfitt fyrir hann að verða besti knattspyrnumaður heims með þá ímynd.

Það er hins vegar líka hægt að hrósa Neymar fyrir gott hjartalag og atvik um helgina er ekki það fyrsta þar sem hann tekur vel á móti ungum aðdáendum.

Hér fyrir neðan má sjá Neymar örugglega vinna sér inn nokkur stig hjá sínum hörðustu gagnrýnendum.Strákurinn grætur að gleði og fær ekki aðeins innilegt faðmlag frá Neymar heldur einnig Neymar-treyjuna í kaupbæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.