Handbolti

Frábær þreföld varsla í þýsku 1. deildinni | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jannick Green var í stuði á móti Leipzig.
Jannick Green var í stuði á móti Leipzig. vísir/getty
Jannick Green, markvörður Magdeburg í þýsku 1. deildinni í handbolta, bauð upp á stórkostleg tilþrif í 28-20 sigri á móti Leipzig um helgina en hann varði einu sinni þrjú skot í röð í einni og sömu sókninni.

Danski landsliðsmarkvörðurinn byrjaði á því að taka tvö dauðafæri áður en að hann lokaði á skot úr hægra horninu en Green var í miklu stuði í leiknum og varði 17 skot eða 50 prósent allra þeirra skota sem að hann fékk á sig.

Green hefur um langa hríð verið einn af betri markvörðunum í þýsku 1. deildinni en hann er fastamaður í danska landsliðinu á eftir Niklas Landin, markverði Kiel.

Hér að neðan má sjá þessi frábæru tilþrif danska markvarðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×