Handbolti

Frábær þreföld varsla í þýsku 1. deildinni | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jannick Green var í stuði á móti Leipzig.
Jannick Green var í stuði á móti Leipzig. vísir/getty

Jannick Green, markvörður Magdeburg í þýsku 1. deildinni í handbolta, bauð upp á stórkostleg tilþrif í 28-20 sigri á móti Leipzig um helgina en hann varði einu sinni þrjú skot í röð í einni og sömu sókninni.

Danski landsliðsmarkvörðurinn byrjaði á því að taka tvö dauðafæri áður en að hann lokaði á skot úr hægra horninu en Green var í miklu stuði í leiknum og varði 17 skot eða 50 prósent allra þeirra skota sem að hann fékk á sig.

Green hefur um langa hríð verið einn af betri markvörðunum í þýsku 1. deildinni en hann er fastamaður í danska landsliðinu á eftir Niklas Landin, markverði Kiel.

Hér að neðan má sjá þessi frábæru tilþrif danska markvarðarins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.