Íslenski boltinn

Pepsimörkin: KA hefði átt að klára dæmið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér fær Birkir Már aukaspyrnuna sem síðar átti eftir að leiða til jöfnunarmarksins.
Hér fær Birkir Már aukaspyrnuna sem síðar átti eftir að leiða til jöfnunarmarksins.

Það vantaði ekki dramatíkina á Akureyri í gær þegar Valur tryggði sér stig gegn KA á elleftu stundu.

Landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson fékk þá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig í uppbótartíma.

Kristinn Freyr Sigurðsson tók spyrnuna og á endanum fékk Valur aðra aukaspyrnu út við hornfána. Sending fyrir og þar var Birkir Már mættur til þess að stanga boltann í netið.

„KA hefði vel getað siglt út og unnið þennan leik 3-2. Þeir voru komnir í það góða stöðu að þeir hefðu átt að klára dæmið en voru vissulega að spila við mjög gott lið,“ sagði Þorvaldur Örlygsson.

Sjá má markið og aðdragandann hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.