Handbolti

Stelpunum hans Ágústs spáð sigri: „Held að deildin sé betri en í fyrra“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
S2 Sport

Miklar væntingar eru gerðar til Vals í handboltanum í vetur. Val er spáð sigri í Olís deildum karla og kvenna af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum.

„Ég myndi telja okkur vera á mjög góðum stað. Við erum búnir að æfa mjög vel og mjög þungt og mikið síðustu mánuði, þannig að standið er gott og lítið um meiðsli,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara karlaliðs Vals, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Valur varð í fjórða sæti í Olís deildinni síðasta vetur og tapaði 2-0 fyrir Haukum í 8-liða úrslitunum.

Í Olís deild kvenna varð Valur deildarmeistari en tapaði úrslitaeinvíginu við Fram eftir fjóra leiki.

„Ég held að deildin sé mun betri heldur en í fyrra. Breiddin er að aukast og fleiri lið sem gera tilkall að sæti í úrslitakeppninni,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals.

„Liðin sem koma upp eru vel spilandi og ég held að deildin verði mjög skemmtileg í vetur.“

Leikurinn um meistara meistaranna í karlaflokki fer fram á miðvikudaginn, 5. september, og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 18:20. Að leik loknum verður svo hitað upp fyrir komandi tímabil í upphitunarþætti Seinni bylgjunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.