Íslenski boltinn

Fylkir tryggði sætið í Pepsi með sigri í Árbænum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fylkiskonur féllu úr efstu deild síðasta haust. Þær fara beint þangað upp aftur.
Fylkiskonur féllu úr efstu deild síðasta haust. Þær fara beint þangað upp aftur. vísir

Fylkir mun spila í Pepsi deild kvenna næsta sumar eftir sigur á Aftureldingu/Fram í Inkasso deildinni í dag.

Fylkir kom niður í Inkasso deildina í vor eftir fall úr Pepsi deildinni síðasta haust. Með sigri í dag fór Fylkir í 42 stig á toppi deildarinnar. ÍA er í þriðja sætinu með 34 stig og bæði eiga eftir tvo leiki. Fylkir mun því aldrei enda neðar en í öðru sæti og er komið upp um deild.

Sigur Fylkis í kvöld var aldrei í hættu. Sæunn Rós Ríkharðsdóttir kom Árbæingum yfir á 9. mínútu og Margrét Björg Ástvaldsdóttir tvöfaldaði forystuna með marki úr víti fjórum mínútum seinna.

Heimakonur komust svo í 3-0 með marki Bryndísar Örnu Níelsdóttur á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.

Samira Suleman náði að skora fyrir gestina strax í upphafi seinni hálfleiks og hefðu þær getað ógnað endurkomu. Þær náðu því hins vegar ekki, Fylkiskonur áttu síðasta orðið með marki frá Huldu Sigurðardóttur á 79. mínútu.

Lokatölur á Floridanavellinum 4-1 og Fylkir öruggt með sæti í Pepsi deildinni að ári.

Úrslit og upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.