Viðskipti innlent

Hús­næðis­kostnaður í­búða­eig­enda hækkað mun meira á Ís­landi en öðrum Norður­löndum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði hefur alls hækkað um 30 prósent á síðustu þremur árum.
Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði hefur alls hækkað um 30 prósent á síðustu þremur árum. vísir/vilhelm

Á undanförnum þremur árum hefur kaupverð íbúða á Íslandi hækkað um 40 prósent á meðan kostnaður við viðhald og tryggingar vegna húsnæðis hefur aukist um 13 prósent samkvæmdt tölum evrópsku hagstofunnar Eurostat. Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði hefur því alls hækkað um 30 prósent á síðustu þremur árum.

Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs en þar segir að þessi hækkun húsnæðiskostnaðar hér á landi sé mun meiri en á hinum Norðurlöndunum. Stærsta ástæða þess séu miklar hækkanir íbúðaverðs á Íslandi og þá sérstaklega í fyrra.

Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir jafnframt að framboð af nýbyggingum á íbúðamarkaði hafi aukist talsvert það sem af er þessu ári.
 
„Á fyrstu sjö mánuðum ársins voru íbúðir í nýbyggingum, það er íbúðir með byggingarár skráð í ár eða í fyrra, samtals 18% allra íbúða sem auglýstar voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma í fyrra var sambærilegt hlutfall 11% og því hefur nýbyggingum fjölgað umfram aðrar íbúðir í sölu,” segir í tilkynningu sjóðsins vegna skýrslunnar.

Þá segir að almennt virðist sala á nýjum íbúðum ganga vel meðalsölutími nýbyggðra íbúða sé nú um tuttugu dögum styttri en fyrir ári síðan.

Nánari upplýsingar um skýrsluna má finna á vef Íbúðalánasjóðs.


Tengdar fréttir

Töluverð hækkun á fasteignaverði í júní

Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,8 prósent á milli maí og júní. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn sem kom út í morgun.

Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu

Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.