Íslenski boltinn

Stjarnan er ekki sama lið án Baldurs Sigurðssonar og tölfræðin sannar það

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Baldur Sigurðsson fagnar marki með Guðjóni Baldvinssyni og Þorsteini Má Ragnarssyni.
Baldur Sigurðsson fagnar marki með Guðjóni Baldvinssyni og Þorsteini Má Ragnarssyni. Fréttablaðið / Þórsteinn
Mikilvægi Baldurs Sigurðssonar fyrir Stjörnuna kemur vel í ljós þegar skoðað er gengi Garðbæjarliðsins með og án hans í Pepsi-deildinni í fótbolta í sumar.

Stjarnan skorar mun örar og fær mun sjaldnar á sig mark þegar Baldur er inn á vellinum. Stjarnan er 23 mörk í plús þær mínútur sem Baldur hefur spilað en er síðan 2 mörk í mínus þær mínútur sem hann hefur verið fjarri góðu gamni.

Baldur kom inn á völlinn á 60. mínútu í leik á móti Fjölni um síðustu helgi en staðan var þá 1-1. Stjarnan komst yfir fjórum mínútum eftir að Baldur kom inná og vann síðan leikinn 3-1.

Stjarnan hefur þurft að spila án Baldurs Sigurðssonar í níu leikjum í sumar og hefur enn ekki náð að vinna kafla í leik þar sem Baldurs nýtur ekki við.

Baldur kom ekkert við sögu í einum leik og þar tapaði Stjörnuliðið 3-2 á heimavelli á móti KR. Þetta tap á móti KR er eina tap Stjörnunnar á Samsung vellinum í sumar.

Á þessu öllu sést að það er lykilatriði fyrir Stjörnuliðið í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn við Valsmenn að þeir finni leiðir til að halda Baldri Sigurðssyni inn á vellinum.

Hér fyrir neðan má sjá sundurliðun á leikjum Stjörnunnar með og án Baldurs í Pepsi-deildinni í sumar.



Baldur Sigurðsson inn á velllinum hjá Stjörnunni í Pepsi-deildinni 2018:

1385 mínútur

Stjarnan er +23

37 mörk skoruð

14 mörk fengin á sig

37,4 mínútur á milli marka Stjörnunnar

98,9 mínútur á milli marka mótherja

---

Stjörnuliðið án Baldurs Sigurðssonar í Pepsi-deildinni 2018:

325 mínútur

Stjarnan er -2

6 mörk skoruð

8 mörk fengin á sig

54,2 mínútur á milli marka Stjörnunnar

40,6 mínútur á milli marka mótherja




Fleiri fréttir

Sjá meira


×