Erlent

Miklar skemmdir í Japan vegna öflugasta fellibyls svæðisins í mörg ár

Samúel Karl Ólason skrifar
Veðurstofa Japan hefur varað við aurskriðum, flóðum, hvirfilbyljum og eldingum.
Veðurstofa Japan hefur varað við aurskriðum, flóðum, hvirfilbyljum og eldingum. Vísir/AP

Fellibylurinn Jebi er sá öflugasti sem náð hefur landi í Japan í 25 og er mögulegt að rúm milljón manna þurfi að yfirgefa heimili sín vegna hans. Jebi fylgir gífurleg rigning, flóð og allt að 70 m/s vindhviður. Minnst tveir eru sagðir hafa látið lífið. Annar féll af þaki húss og hinn dó þegar vöruskemma hrundi. 126 eru sagðir hafa slasast.

Veðurstofa Japan hefur varað við aurskriðum, flóðum, hvirfilbyljum og eldingum. Vegna mikilla vinda Jebi fauk stærðarinnar olíuflutningaskip á brú og standa björgunaraðgerðir yfir. Áhöfn skipsins getur ekki ræst vélina og verið að bíða eftir að hægt verði að draga það á brott.

Tugir þúsunda heimila eru án rafmagns og hefur Shinzo Abe, forsætisráðherra, hvatt íbúa til að undirbúa brottflutning.

Veðrið hefur leikið íbúa Japan grátt í sumar. Í júlí dóu rúmlega 200 manns í aurskriðum og flóðum og gífurlegur hiti hefur leitt til minnst 130 dauðsfalla.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.