Bíó og sjónvarp

Die Hard 6 verður allt öðruvísi en hinar fimm

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bruce Willis í fyrstu Die Hard myndinni. Sjötta myndin gerist í raun fyrir þann tíma.
Bruce Willis í fyrstu Die Hard myndinni. Sjötta myndin gerist í raun fyrir þann tíma.

Sjötta myndin í Die Hard seríunni er á leiðinni í framleiðslu en myndirnar fjalla allar um lögreglufulltrúann John McClane.

Bruce Willis hefur ávallt farið með aðalhlutverkið í kvikmyndunum og er enginn undantekning á því í næstu kvikmynd.

Framleiðendur myndarinnar hafa nú gefið út nafnið á sjöttu myndinni og mun titillinn að þessu sinni ekki innihalda orðin Die Hard. Sjötta myndin heitir einfaldlega McClane.

Myndin mun aftur á móti gerast á gamlárskvöld árið 1979 og mun Bruce Willis í raun aðeins leiki John McClane í nútímanum. Fyrsta myndin gerist árið 1988 og mun sjötta myndin því eiga sér stað níu árum áður. Í sjöttu myndinni verður því flakkað á milli nútímans og ársins 1979. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.