Handbolti

Martha Hermanns: Markmiðið að halda okkur uppi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
S2 Sport

KA/Þór er nýliði í Olís deild kvenna í vetur. Martha Hermannsdóttir er einn reyndasti leikmaður nýliðanna og er spennt fyrir komandi leiktíð.

„Auðvitað erum við með mjög ungt lið en við fengum liðsstyrk, hún Sólveig Lára frá ÍR, kom til okkar þar sem við fáum sterka skyttu inn sem okkur vantaði svolítið í fyrra,“ sagði Martha í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Þetta verður erfitt og markmiðið verður kannski aðallega það að halda sér uppi, ef maður er raunsær.“

Martha er tannlæknir og þriggja barna móðir ásamt því að spila með úrvalsdeildarliði í handbolta.

„Mér finnst þetta ótrúlega gaman. Maður finnur það þegar maður er kominn með þrjú börn að það eru forréttindi að geta verið áfram í íþrótt sem maður elskar.“

„Auðvitað hjálpar það til að mér er búið að ganga vel og á meðan ég get eitthvað og hjálpa liðinu þá ætla ég að reyna að halda áfram.“

KA/Þór hefur leik í Olís deildinni 15. september. Nýliðarnir fá deildarmeistara síðasta tímabils, Val, í heimsókn í fyrsta leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.