Golf

Tiger í bandaríska Ryder-liðinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mickelson og Woods mæta liði Evrópu í lok september
Mickelson og Woods mæta liði Evrópu í lok september Vísir/Getty

Tiger Woods, Phil Mickelson og Bryson DeChambeau hafa allir verið valdir í lið Bandaríkjanna í Ryder bikarnum.

Woods kemst aftur í lið Bandaríkjanna í fyrsta skipti síðan 2012. Hann er að komast aftur í sitt besta form eftir að hafa farið í bakaðgerð og hefur spilað vel á PGA mótaröðinni í ár.

Mickelson mun keppa á sínu tólfta móti, sem er met. Hann tók fyrst þátt árið 1995.

DeChambeau hefur unnið síðustu tvær keppnir á PGA mótaröðinni og er efstur á FedEx stigalistanum.

Þremenningarnir eru svokölluð „wildcards,“ og voru valdir inn fyrir utan þá sem höfðu áður unnið sér inn sæti í liðinu. Á meðal liðsmanna bandaríska liðsins eru Brooks Koepka, Patrick Reed, Dustin Jonson, Jordan Spieth og Bubba Watson.

Ryder bikarinn fer fram í Frakklandi síðustu helgina í september. Bandaríkin eru ríkjandi meistarar eftir sigur á heimavelli 2016.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.