Umfjöllun: ÍBV-Fram 30-26 | ÍBV er meistari meistaranna

Guðjón Örn Sigtryggsson skrifar
Kári Kristjánsson.
Kári Kristjánsson. Vísir/Ernir

ÍBV er meistari meistaranna eftir sigur á Fram þegar liðin mættust í Meistarkeppni HSÍ í kvöld. Leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum og lauk með fjögurra marka sigri Íslandsmeistaranna, 30-26. 

Fram byrjaði leikinn af krafti og komst yfir í leiknum. Gestirnir voru betri framan af en lið ÍBV kom sér jafnt og þétt inn í leikinn. Þegar þeir komust á skrið áttu Framarar erfitt með að stoppa Eyjamenn og þegar flautað var til hálfleiks var staðan orðin 14-8 fyrir ÍBV.

Bláklæddir Framarar komu sterkir inn í seinni hálfleik og náðu að koma sér aftur inn í leikinn. ÍBV slakaði á síðustu metrana í leiknum og Fram náði að minnka muninn niður í þrjú mörk. Íslandsmeistararnir náðu að halda leikinn út og eru því meistarar meistaranna.

Afhverju vann ÍBV?
Sterkur varnarleikur ÍBV var frábær á köflum og áttu Eyjamenn ekki í vandræðum með sóknarleik Fram. Sóknarlega gekk erfiðlega fyrir Eyjamenn að ráða við framliggjandi vörn gestanna en þeir náðu að finna lausnir þegar leið á leikinn.

Hverjir stóðu upp úr?
Hjá ÍBV voru Theodór Sigurbjörnsson og Kristján Örn Kristjánsson frábærir. Þeir settu báðir sex mörk og voru markahæstir í liði ÍBV. Varnalega var Róbert Sigurðarson frábær í liði ÍBV.

Hjá Fram er vert að nefna keppuna Ægir Hrafn Jónsson sem var hrikalega flottur í vörn gestanna.Markmenn Framara voru flottir í dag og vörðu vel þegar á þurfti.

Hvað gekk illa?
Sóknarlega gekk ÍBV illa til að byrja með en náði svo að koma sér inn í leikinn. Fram var líka í vandræðum í sóknarleiknum og gekk illa að brjóta niður vörn Eyjamanna.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.