Íslenski boltinn

Ásgeir með slitið krossband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ásgeir Sigurgeirsson liggur sárkvalinn á vellinum.
Ásgeir Sigurgeirsson liggur sárkvalinn á vellinum. Mynd/S2 Sport

Ásgeir Sigurgeirsson, leikmaður KA í Pepsi deild karla, er með slitið krossband. Þetta staðfesti hann við Vísi í dag.

Ásgeir meiddist í leik KA og Vals á sunnudaginn og var strax ljóst að um alvarleg meiðsli væri að ræða. Í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport á sunnudag sagði Hörður Magnússon að Ásgeir hefði verið svæfður á vellinum því hann var svo þjáður.

Húsvíkingurinn sagðist ekki vita hve lengi hann yrði frá en ljóst er að leikmenn eru oft frá í 9-12 mánuði eftir krossbandsslit.

Ásgeir hefur áður slitið krossband fyrir um fjórum árum síðan en það var í hinu hnénu.

Meiðsli Ásgeirs eru mikið áfall fyrir KA en hann hefur verið einn þeirra besti maður í sumar, skorað 10 mörk í 19 leikju.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.