Íslenski boltinn

Pepsidraumurinn formlega farinn frá Þrótti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Viktor Jónsson hefur verið heitur í sumar en náði ekki að skora í kvöld.
Viktor Jónsson hefur verið heitur í sumar en náði ekki að skora í kvöld. vísir/stefán

Þróttur á ekki möguleika á sæti í Pepsi deildinni að ári eftir tap gegn Leikni í Breiðholtinu í kvöld.

Fyrir leikinn, sem er sá fyrsti í 20. umferð, var Leiknir sex stigum frá Selfyssingum í fallsæti. Þrjú lið sitja á milli þeirra; Haukar, Njarðvík og ÍR. Leiknir er því kominn níu stigum frá fallsæti.

Að sama skapi eiga Þróttarar ekki lengur möguleika á sæti í Pepsi deildinni eftir tapið. Þeir eru sjö stigum á eftir HK í öðru sætinu og eiga bara tvo leiki eftir.

Teitur Magnússon kom gestunum úr Laugardalnum yfir strax á fyrstu mínútu leiksins en Sólon Breki Leifsson jafnaði fyrir Breiðhyltinga á sjöundu mínútu.

Það var allt jafnt í hálfleik, sigurmarkið gerði Sólon Breki á 74. mínútu leiksins. Þróttur náði ekki að jafna leikinn aftur og lokatölur 2-1 á Leiknisvelli.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.