Viðskipti innlent

Kanadískt félag kaupir Green Energy Iceland

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Green Energy Geothermal vinnur að endurnýjun vélbúnaðar í gömlu gufustöðinni í Bjarnarflagi. Framkvæmdir hófust í mars. Ljósmynd/Landsvirkjun
Green Energy Geothermal vinnur að endurnýjun vélbúnaðar í gömlu gufustöðinni í Bjarnarflagi. Framkvæmdir hófust í mars. Ljósmynd/Landsvirkjun

Kanadíska fjárfestingarfélagið Energy Co-Invest Global hefur gengið frá kaupum á helstu eignum orkufyrirtækisins Green Energy Geothermal (GEG), þar á meðal Green Energy Iceland. Nýr eigandi hyggst sameina alla starfsemi GEG á heimsvísu í nýjum höfuðstöðvum í Reykjavík.

GEG, sem var stofnað árið 2008 af íslenskum verkfræðingum í samvinnu við norska fjárfesta, sérhæfir sig í framleiðslu lítilla og meðalstórra jarðvarmavirkjana en félagið vinnur um þessar mundir að endurnýjun gömlu gufustöðvar Landsvirkjunar í Bjarnarflagi og hefur á síðustu árum reist fjölmargar jarðvarmavirkjanir í Kenía. Til viðbótar starfar félagið í Asíu, Karíbahafinu og Rómönsku-Ameríku.

Ekki er vitað hvert kaupverðið er. Green Energy Iceland tapaði 74,5 milljónum króna á síðasta ári en fram kemur í ársreikningi félagsins að nokkur óvissa hafi ríkt um verkefnastöðu samstæðunnar, sem er bresk, og þar af leiðandi rekstrarhæfi dótturfélagsins. Þó er tekið fram að greiðsluhæfi félagsins verði tryggt í nánustu framtíð.

Er rakið í ársreikningnum að frá því í desember árið 2016 hafi hlutafé móður­félagsins, GEG, verið aukið um 3,3 milljónir punda, jafnvirði 465 milljóna króna, í því augnamiði að standa við samninga félagsins, þar með talið við Landsvirkjun, og afla nýrra samninga.

Þá skrifaði Green Energy Iceland undir samning við fjárfesta í apríl um stofnun þróunarfélags sem hyggst reisa 110 megavatta jarðvarmavirkjun í Indónesíu. Áætlað er að fjárfesting félagsins í verkefninu verði um 11 milljónir dala.

24 manns störfuðu hjá Green Energy Iceland í fyrra en tækni- og rannsóknarsvið samstæðunnar hafa verið til húsa hér á landi allt frá stofnun. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,2
14
94.553
SIMINN
1,09
12
320.146
MAREL
1,08
14
155.374
EIM
0,92
7
62.684
GRND
0,9
1
506

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,72
3
6.473
SYN
-0,57
1
1.752
KVIKA
-0,35
2
51.470
SJOVA
0
2
37.100
SKEL
0
1
26.498
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.