Viðskipti innlent

Söluhagnaður Ólafs nam 2,3 milljörðum

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Dalsnes á meðal annars heildsöluna Innnes.
Dalsnes á meðal annars heildsöluna Innnes. Fréttablaðið/Pjetur

Hagnaður Dalsness, móðurfélags Innness, af sölu á 60 prósenta hlut félagsins í heildsölunni Haugen Gruppen nam tæplega 2,3 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Dalsness sem er að fullu í eigu Ólafs Björnssonar.

Ólafur seldi 60 prósenta hlut sinn til fyrrverandi meðeigenda sinna, þeirra Marinós Marinóssonar, forstjóra Haugen Gruppen, og Haralds Jónssonar stjórnarformanns en kaupin gengu í gegn í september í fyrra. Eiga þeir Marinó og Haraldur nú félagið að fullu.

Þremenningarnir keyptu heildsöluna, sem starfar í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, árið 2006. 60 prósenta hlutur Ólafs var metinn á 3,6 milljarða króna í bókum Dalsness í lok árs 2016.

Ólafur sagði við Viðskiptamoggann í fyrra að hann hefði selt hlut sinn til að skerpa áhersluna á viðskiptaumsvif sín hér á landi. Hann á meðal annars Innnes og helmingshlut í Lindarvatni sem á Landssímareitinn við Austurvöll. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.