Viðskipti innlent

Söluhagnaður Ólafs nam 2,3 milljörðum

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Dalsnes á meðal annars heildsöluna Innnes.
Dalsnes á meðal annars heildsöluna Innnes. Fréttablaðið/Pjetur
Hagnaður Dalsness, móðurfélags Innness, af sölu á 60 prósenta hlut félagsins í heildsölunni Haugen Gruppen nam tæplega 2,3 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Dalsness sem er að fullu í eigu Ólafs Björnssonar.

Ólafur seldi 60 prósenta hlut sinn til fyrrverandi meðeigenda sinna, þeirra Marinós Marinóssonar, forstjóra Haugen Gruppen, og Haralds Jónssonar stjórnarformanns en kaupin gengu í gegn í september í fyrra. Eiga þeir Marinó og Haraldur nú félagið að fullu.

Þremenningarnir keyptu heildsöluna, sem starfar í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, árið 2006. 60 prósenta hlutur Ólafs var metinn á 3,6 milljarða króna í bókum Dalsness í lok árs 2016.

Ólafur sagði við Viðskiptamoggann í fyrra að hann hefði selt hlut sinn til að skerpa áhersluna á viðskiptaumsvif sín hér á landi. Hann á meðal annars Innnes og helmingshlut í Lindarvatni sem á Landssímareitinn við Austurvöll. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×