Enski boltinn

Toni Kroos segir að Sane þurfi að laga margt og þar á meðal líkamstjáningu sína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leroy Sane.
Leroy Sane. Vísir/Getty

Leroy Sane var skilinn eftir heima á HM í Rússlandi í sumar þrátt fyrir að vera lykilmaður í Englandsmeistaraliði Manchester City. Sane er nú kominn aftur í þýska landsliðið en búinn að missa sætið sitt í liði Manchester City.

Toni Kroos, liðsfélagi hans í þýska landsliðsins, notaði tækifærið og talaði til Leroy Sane í gegnum fjölmiðla. Það er ljóst að bæði þýska landsliðið og Pep Guardiola hjá Manchester City eru að reyna að stýra þessum hæfileikaríka knattspyrnumanni inn á rétta braut.

Leroy Sane hefur ekki byrjað leik með Manchester City á tímabilinu og var hent út úr hópnum fyrir síðasta leik.„Stundum hefur maður það á tilfinningunni þegar maður sér líkamstjáninguna hjá Leroy að honum sem alveg sama hvort hann vinni eða tapi,“ sagði Toni Kroos við fjölmiðla en BBC segir frá.

„Hann er leikmaður sem hefur allt til alls til að verða heimsklassa leikmaður en stundum þarf maður að pressa á hann að spila betur,“ sagði miðjumaður Real Madrid um Leroy Sane.

Leroy Sane hefur spilað samtals 30 mínútur með City-liðinu á tímabilinu og var eins og áður sagði ekki með á móti Newcastle um síðustu helgi.

„Það sem er kristaltært í öllu þessu eru hæfileikarnir hans, hraði hans og vinstri fóturinn hans. Ef hann stendur sig þá er hann alvöru vopn. Hann hefur hæfileikana en var kannski ekki valinn í HM-hópinn af því að hann var ekki að spila nægilega vel með landsliðinu,“ sagði Kroos.

„Hann var líka frábær með Manchester City á síðustu leiktíð en Pep [Guardiola] er að glíma við sömu vandamál og hann er að reyna að ná því besta út úr honum,“ sagði Toni Kroos.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.