Handbolti

Logi Geirs sagði söguna af því þegar hann seldi Jóa til Sádí Arabíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var mikið hlegið í settinu,
Það var mikið hlegið í settinu, Mynd/S2 Sport
Fyrsti þáttur Seinni bylgjunnar á tímabilinu fór í loftið í gær eftir sigur ÍBV í Meistarakeppni HSÍ. Logi Geirsson þreytti þar frumraun sína í Seinni bylgjunni og sagði eina sögu af kollega sínum í settinu.

„Það er sögustund á hraðspólun. Nú kemur þetta,“ sagði Logi Geirsson og hélt áfram með söguna af Jóhanni Gunnnari Einarssyni sem var með honum í þættinum í gær.

„Mér var boðið í partý í Þýskalandi og þetta var mesta þrotapartý sem ég hef séð. Þeir mættu allir berir að ofan því það var búið að loka klúbbnum þeirra,“ sagði Logi en Jóhann Gunnar reyndi að skjóta inn í: „Það var grín sko,“ sagði Jóhann en hann komst ekki lengra.

„Liðið sem hann var að spila með í Þýskalandi var gjaldþrota um þessa helgi. Jóhann kemur til mín og segir: Við erum bara atvinnulausir. Ég sagði: Á ég ekki að redda ykkur til Sádí Arabíu? Þeir svöruðu jú og tveimur dögum seinna voru þeir farnir út,“ sagði Logi og Jóhann Gunnar útskýrði þetta aðeins betur.

„Ég spilaði í Jórdaníu með liði frá Sádí Arabíu í Meistaradeild Miðausturlanda,“ sagði Jóhann Gunnar og allt settið sprakk út hlátri.

„Við skulum ekki samt segja frá milljóninni,“ heyrðist þá í Loga. „Ef skatturinn kemur strákar, sagði Jóhann Gunnar en Logi greip inn í: „Þá borga ég þetta,“ sagði Logi.

„Ekki segja samt við neinn að þú hafi selt einhvern til Jórdaníu,“ sagði Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar en það má sjá alla söguna í myndbandinu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×