Íslenski boltinn

Ummæli Óla tekin fyrir hjá aga- og úrskurðarnefnd

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Óli Jó ræðir við dómara.
Óli Jó ræðir við dómara. vísir/vilhelm

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað ummælum Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, til aga- og úrskurðarnefndar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Ólafur sagði eftir leik Vals og KA á Akureyri í Pepsi deild karla á sunnudag að Valsmenn hefðu átt að fá vítaspyrnu en dómari leiksins, Einar Ingi Jóhannsson, hafi auðvitað ekki dæmt víti fyrir Val því hann sé Stjörnumaður.

Stjarnan og Valur berjast um Íslandsmeistaratitilinn, einu stigi munar á liðunum þegar þrjár umferðir eru eftir.

Aga- og úrskurðarnefnd mun taka málið fyrir á þriðjudag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.