Erlent

Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf

Atli Ísleifsson skrifar
Stuðningsmenn Jair Bolsonaro báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora þegar hann var stunginn.
Stuðningsmenn Jair Bolsonaro báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora þegar hann var stunginn.

Brasilíski hægrimaðurinn og forsetaframbjóðandinn Jair Bolsonaro var fluttur á sjúkrahús eftir að hann var stunginn í kviðinn með hníf á kosningafundi í Juiz de Fora í Minas Gerais fyrr í dag. Mánuður er nú til kosninga í Brasilíu.

Sonur hans, Flavio, segir í tísti að skurðurinn hafi ekki reynst djúpur. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu.

Myndband náðist af því þegar Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora, sem er um 200 kílómetrum norður af Rio de Janeiro.Brasilískir fjölmiðlar segja að Bolsonaro hafi verið búinn skotheldu vesti en að stungusárið hafi verið rétt fyrir neðan vestið.

Bolsonaro hefur mælst með næstmest fylgi allra frambjóðenda í könnunum, með um rúmlega tuttugu prósent fylgi. Forsetinn fyrrverandi, Luiz Inácio Lula da Silva, hefur hins vegar mælst með mest fylgi, eða um 35 prósent. Lula hefur verið meinað að bjóða sig fram eftir að hafa verið sakfelldur í tengslum við spillingarrannsókn. Lula hefur áfrýjað dómnum og hyggst halda framboði sínu til streitu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.