Lífið

Paul McCartney og Jimmy Fallon tóku óvænt á móti lyftufarþegum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg uppákoma.
Skemmtileg uppákoma.

Paul McCartney og Jimmy Fallon brugðu á leik í spjallþætti Fallon í vikunni þegar þeir komu aðdáendum á óvart með því að taka á móti þeim þegar lyftuhurðin í Rockefeller byggingunni opnaðist.

Fólkið var á leiðinni upp á topp byggingarinnar til að skoða magnað útsýni yfir Manhattan í New York.

Lyftan var aftur á móti stöðvuð fyrr en áætlað var og tóku þeir félagarnir á móti farþegunum sem brá heldur betur þegar þeir sáu hverjir stóðu fyrir framan þá.

Hér að neðan má sjá hvernig þetta gekk fyrir sig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.