Enski boltinn

Javi Gracia betri en Klopp, Pochettino og Sarri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javi Gracia.
Javi Gracia. Vísir/Getty

Javi Gracia, knattspyrnustjóri Watford, var valinn besti knattspyrnustjóri ensku úrvalsdeildarinnar fyrir ágústmánuð en verðlaunin voru afhent í dag.

Undir hans stjórn vann Watford-liðið alla þrjá leiki sína í ágúst. Liðið byrjaði á 2-0 sigri á Brighton & Hove Albion, vann þá 3-1 sigur á Burnley og loks 2-1 sigur á Crystal Palace.Það var hópur sérfræðinga á vegum ensku úrvalsdeildarinnar sem kaus og þau atkvæði komu síðan í pott með atkvæðum úr netkosningu á síðu ensku úrvalsdeildarinnar.

Fjórir stjórar voru tilnefndir en Javi Gracia hafði betur í baráttunni við þá Jürgen Klopp hjá Liverpool,  Mauricio Pochettino hjá Tottenham og Maurizio Sarri hjá Chelsea.

Þetta er í fyrsta sinn sem Javi Gracia vinnur þessi verðlaun og aðeins einn annar stjóri Watford hefur unnið þau. Quique Sanchez Flores fékk þau fyrir desembermánuð 2015.

Hér má sjá þegar leikmenn Watford fögnuðu verðlaunum knattspyrnustjórans síns.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.