Innlent

Þjóðverjum fækkar verulega en Bandaríkjamönnum fjölgar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Alls staðar hefur orðið samdráttur í ferðaþjónustu undanfarin misseri, nema á Suðurlandi.
Alls staðar hefur orðið samdráttur í ferðaþjónustu undanfarin misseri, nema á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í ágúst síðastliðnum voru um átta þúsund færri en í ágúst í fyrra. Brottförum Þjóðverja, Frakka, Kanadamanna og Breta hefur fækkað milli ára en brottförum Bandaríkjamanna hefur fjölgað á sama tíma. Þetta kemur fram í frétt á vef Ferðamálastofu.

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi í ágúst voru samtals um 276 þúsund talsins, samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Færri brottfarir í ágúst milli ára má einkum rekja til Þjóðverja, Frakka, Kanadamanna og Breta sem fækkaði á bilinu 15-26 prósent. Bandaríkjamenn voru langfjölmennastir í ágúst í ár og fjölgaði verulega frá árinu áður, eða um 23,8 prósent.

Sjá einnig: Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni

Þá hefur orðið mun minni fjölgun í brottförum erlendra farþega yfir sumarið 2018 í heild en síðustu ár. Þannig var aukning yfir sumarmánuðina nú 1,4% á milli ára samanborið við 17,1% aukningu milli ára 2016-2017, 30,9% milli ára 2015-2016 og 24,4% milli ára 2014-2015.

Frá áramótum hafa tæplega 1,6 milljónir erlendra farþega farið frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll sem er 3,4% fjölgun miðað við sama tímabil í fyrra.

Fjallað var um bakslag í ferðaþjónustunni í vikunni og lýsti Bjarnheiður Halldórsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, yfir þungum áhyggjum af stöðunni. Þá var einkum vísað til samdráttar á Þýskalandsmarkaði, sem tölur yfir brottfarir frá Keflavíkurflugvelli í ágúst endurspegla.


Tengdar fréttir

Bókun metin á rúmlega milljarð króna árið 2017

Norvik, sem er í eigu fjölskyldu Jóns Helga Guðmundssonar sem oft er kenndur við Byko, keypti tæplega 24 prósenta hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Bókun fyrir um tvær milljónir evra, jafnvirði um 255 milljóna króna, árið 2017.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.