Erlent

Wikileaks leitar uppi greinarhöfund með hátæknilegri textagreiningu

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Donald Trump í Hvíta húsinu í fyrradag þar sem hann ræddi meðal annars greinina í New York Times.
Donald Trump í Hvíta húsinu í fyrradag þar sem hann ræddi meðal annars greinina í New York Times. vísir/epa

Uppljóstrunarsíðan Wikileaks hefur birt nákvæma tölvugreiningu á orðalagi og rithætti þess sem skrifaði umdeilda grein sem birtist í New York Times í fyrradag.

Greinin er sögð skrifuð af hátt settum embættismanni í Hvíta húsinu og lýsir glundroða innan ríkisstjórnarinnar þar sem undirmenn Trumps forseta séu markvisst að vinna gegn honum.

Miklar bollaleggingar hafa verið uppi um höfundinn síðan í gær og margir fjölmiðlar hafa birt lista yfir þá sem þykja líklegastir. Wikileaks blandar sér í umræðuna með greiningu á sjálfum textanum sem leiðir ýmislegt í ljós.

Niðurstaða þessarar flóknu greiningar er sú að höfundurinn sé íhaldssamur karlmaður í eldri kantinum. Ljóst er að það þrengir hringinn ekki mikið í Hvíta húsinu. 

Margir netverjar hafa hæðst óspart að Wikileaks fyrir þessa greiningu í dag.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.