Erlent

Wikileaks leitar uppi greinarhöfund með hátæknilegri textagreiningu

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Donald Trump í Hvíta húsinu í fyrradag þar sem hann ræddi meðal annars greinina í New York Times.
Donald Trump í Hvíta húsinu í fyrradag þar sem hann ræddi meðal annars greinina í New York Times. vísir/epa
Uppljóstrunarsíðan Wikileaks hefur birt nákvæma tölvugreiningu á orðalagi og rithætti þess sem skrifaði umdeilda grein sem birtist í New York Times í fyrradag.

Greinin er sögð skrifuð af hátt settum embættismanni í Hvíta húsinu og lýsir glundroða innan ríkisstjórnarinnar þar sem undirmenn Trumps forseta séu markvisst að vinna gegn honum.

Miklar bollaleggingar hafa verið uppi um höfundinn síðan í gær og margir fjölmiðlar hafa birt lista yfir þá sem þykja líklegastir. Wikileaks blandar sér í umræðuna með greiningu á sjálfum textanum sem leiðir ýmislegt í ljós.

Niðurstaða þessarar flóknu greiningar er sú að höfundurinn sé íhaldssamur karlmaður í eldri kantinum. Ljóst er að það þrengir hringinn ekki mikið í Hvíta húsinu. 

Margir netverjar hafa hæðst óspart að Wikileaks fyrir þessa greiningu í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×