Íslenski boltinn

Jafntefli í fallslag á Ásvöllum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haukar og ÍR skildu jöfn í kvöld
Haukar og ÍR skildu jöfn í kvöld vísir/Ernir

Haukar og ÍR gerðu jafntefli á Ásvöllum í kvöld. Leikur liðanna var hluti 20. umferðar Inkasso deildar karla.

Gestirnir úr Breiðholtinu komust yfir á 6. mínútu þegar Axel Sigurðarson skoraði eftir hornspyrnu.

Fleiri voru mörkin ekki í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að bæði lið hafi fengið meira en nóg af færum til þess að skora þá kom jöfnunarmarkið ekki fyrr en á 85. mínútu.

Brotið var á Frans Sigurðssyni í teignum og vítaspyrna dæmd, Gunnar Gunnarsson fyrirliði fór á punktinn og skoraði af öryggi. Lokatölur 1-1.

Stigið kemur sér verr fyrir ÍR-inga sem eru í mikilli fallbaráttu. Haukar eru svo gott sem öruggir með áframhaldandi sæti í Inkasso deildinni, en ekki alveg þó þegar tvær umferðir eru eftir.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.