Íslenski boltinn

HK aftur á toppinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Brynjar Jónasson skoraði tvö mörk fyrir HK
Brynjar Jónasson skoraði tvö mörk fyrir HK vísir/vilhelm

HK tyllti sér á topp Inkasso deildarinnar og fór langt með að tryggja sér sæti í Pepsi deildinni að ári með stórsigri á Fram í Laugardalnum í kvöld.

HK er nú með 45 stig, tveimur meira en ÍA. Víkingur Ólafsvík er í þriðja sæti með 38 stig en Vesturlandsliðin mætast innbyrðis á morgun.

Bjarni Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins á Laugardalsvelli á 12. mínútu og var staðan 0-1 í hálfleik.

Í seinni hálfleik tóku gestirnir úr Kópavogi öll völd. Máni Austmann Hilmarsson skoraði strax á 49. mínútu og Brynjar Jónasson bætti við öðru marki nokkrum mínútum seinna.

Brynjar skoraði svo annað mark sitt og fjórða mark HK á 70. mínútu og ef Framarar höfðu haft einhverja von um að koma til baka í þessum leik þá var hún farin.

Þeir fengu reyndar sárabótamark á síðustu mínútu venjulegs leiktíma, Fred Saraiva skoraði eftir sendidngu Guðmundar Magnússonar. Lokatölur 4-1.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.