Körfubolti

Tryggvi hafði betur gegn Martin í æfingarleik

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Tryggvi hafði betur gegn Martin í gærkvöldi
Tryggvi hafði betur gegn Martin í gærkvöldi Vísir/Getty

Landsliðsmennirnir Tryggvi Snær Hlinason og Martin Hermannsson áttust við í æfingaleik á Spáni í gærkvöldi.

Tryggvi leikur með spænska liðinu Obradoiro en Martin leikur með þýska liðinu Alba Berlin.

Báðir byrjuðu leikinn í gær og varð Martin stigahæstur í sínu liði, með 12 stig á 27 mínútum. Tryggvi skoraði sjö stig og tók fjögur fráköst á 25 mínútum.

Lokatölur leiksins urðu 74-68 fyrir Obradoiro en það verður spennandi að sjá þessa ungu leikmenn í sterkustu deildum Evrópu í vetur.

Tryggvi og Martin verða að öllum líkindum í íslenska landsliðinu þegar þeir mæta Portúgölum í forkeppni Eurobasket 2021. Leikurinn fer fram í Portúgal sunnudaginn 16. september.
 

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.