Íslenski boltinn

Jafnt í Vesturlandsslagnum

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Arnar Már var á skotskónum í dag
Arnar Már var á skotskónum í dag

ÍA og Víkingur Ólafsvík skildu jöfn í Vesturlandsslagnum í Inkasso-deildinni í dag, 1-1.

Arnar Már Guðjónsson kom Skagamönnum yfir á 14. mínútu leiksins en rúmlega stundafjórðungi síðar jafnaði Vignir Snær Stefánsson leikinn fyrir Víking.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum.

Með sigri hefðu Skagamenn ekki aðeins tryggt sæti sitt í Pepsi-deildinni að ári, heldur einnig hefðu þeir fært Pepsi-deildarsætið í hendurnar á HK-ingum. En liðin þurfa að bíða í að minnsta kosti eina umferð í viðbót til þess að fagna.

Tvær umferðir eru eftir af Inkasso-deildinni og standa HK og ÍA mjög vel að vígi.

HK hefur sex stiga forystu á Víking og Skagamenn eru með fimm stiga forystu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.