Golf

Ólafía í toppbaráttu í Frakklandi

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Ólafía lék flott golf í Frakklandi í dag
Ólafía lék flott golf í Frakklandi í dag Fréttablaðið/Þorsteinn

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði flott golf á Lacoste Ladies Open de France mótinu en það er hluti af LET Evrópumótaröðinni. Hún spilaði á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari, líkt og í gær.

Hringurinn byrjaði ekkert alltof vel hjá Ólafíu í dag en hún fékk skolla á fyrstu holu. Hún bætti hins vegar fyrir það strax á næstu holu með fugli.

Næst fugl hjá Ólafíu kom á 9. holu en á undan því hafði hún fengið sex pör í röð. Ólafía er að gera afar gott mót á 9. holu vallarins en hún hefur fengið fugl á henni alla þrjá dagana.

Golfið hjá Ólafíu var stöðugt í allan dag og fékk hún sjö pör á seinni níu holunum og tvo fugla, á 14. og 17. braut.

Ólafía er samtals á 6 höggum undir pari og er hún í sjöunda sæti, fjórum stigum á eftir Dananum Nanna Koerstz Madsen sem situr á toppnum.

Lokahringurinn fer fram á morgun og með góðum hring getur Ólafía farið enn ofar á töflunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.