Handbolti

Selfoss áfram í næstu umferð þrátt fyrir tap

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss vísir
Selfoss komst áfram í EHF-bikarnum í dag þrátt fyrir eins marks tap gegn Klaipeda Dragunas frá Litháen en leikið var í Litháen.



Selfoss vann fyrri leikinn 34-28 og var því með gott forskot fyrir leikinn í dag.



Leikurinn var í járnum allan fyrri hálfleikinn og var jafnt í hálfleik, 12-12.



Dragunas náði yfirhöndinni í síðari hálfleik og var um tíma með fimm marka forystu og allt í járnum í einvíginu.



Selfyssingar lifnuðu hins vegar á hárréttum tíma og náðu að saxa á forystu Dragunas á lokamínútunum. Lokatölur urðu 27-26 fyrir Dragunas en Selfoss er komið áfram í aðra umferð umferð í forkeppni EHF-bikarsins.



Árni Steinn Steinþórsson var markahæsti leikmaður Selfyssinga með sex mörk og Hergeir Grímsson bætti svo við fjórum mörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×