Handbolti

Selfoss áfram í næstu umferð þrátt fyrir tap

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss

Selfoss komst áfram í EHF-bikarnum í dag þrátt fyrir eins marks tap gegn Klaipeda Dragunas frá Litháen en leikið var í Litháen.

Selfoss vann fyrri leikinn 34-28 og var því með gott forskot fyrir leikinn í dag.

Leikurinn var í járnum allan fyrri hálfleikinn og var jafnt í hálfleik, 12-12.

Dragunas náði yfirhöndinni í síðari hálfleik og var um tíma með fimm marka forystu og allt í járnum í einvíginu.

Selfyssingar lifnuðu hins vegar á hárréttum tíma og náðu að saxa á forystu Dragunas á lokamínútunum. Lokatölur urðu 27-26 fyrir Dragunas en Selfoss er komið áfram í aðra umferð umferð í forkeppni EHF-bikarsins.

Árni Steinn Steinþórsson var markahæsti leikmaður Selfyssinga með sex mörk og Hergeir Grímsson bætti svo við fjórum mörkum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.