Fótbolti

Versta frumraun landsliðsþjálfara í 22 ár

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Ekki byrjar þetta vel hjá nýjum landsliðsþjálfara, Erik Hamren
Ekki byrjar þetta vel hjá nýjum landsliðsþjálfara, Erik Hamren Vísir/Getty
Frumraun Erik Hamrén sem landsliðsþjálfari Íslands er sú versta í 22 ár, eða síðan árið 1996.



Ísland beið afhroð í fyrsta leik Svíans er liðið steinlá 6-0 gegn Sviss í fyrsta leik í nýrri Þjóðadeild.



Þann 7. febrúar árið 1996 stýrði Logi Ólafsson Íslandi í sínum fyrsta leik gegn Slóveníu og beið hann svipað afhroð og Hamrén.



Slóvenar unnu þá 7-1 en um vináttulandsleik var að ræða. Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson skoraði mark Íslands.



Næsti leikur Íslands undir stjórn Hamrén verður á þriðjudag er Belgar heimsækja Laugardalsvöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×