Fótbolti

Versta frumraun landsliðsþjálfara í 22 ár

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Ekki byrjar þetta vel hjá nýjum landsliðsþjálfara, Erik Hamren
Ekki byrjar þetta vel hjá nýjum landsliðsþjálfara, Erik Hamren Vísir/Getty

Frumraun Erik Hamrén sem landsliðsþjálfari Íslands er sú versta í 22 ár, eða síðan árið 1996.

Ísland beið afhroð í fyrsta leik Svíans er liðið steinlá 6-0 gegn Sviss í fyrsta leik í nýrri Þjóðadeild.

Þann 7. febrúar árið 1996 stýrði Logi Ólafsson Íslandi í sínum fyrsta leik gegn Slóveníu og beið hann svipað afhroð og Hamrén.

Slóvenar unnu þá 7-1 en um vináttulandsleik var að ræða. Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson skoraði mark Íslands.

Næsti leikur Íslands undir stjórn Hamrén verður á þriðjudag er Belgar heimsækja Laugardalsvöll.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.