Handbolti

FH áfram þrátt fyrir tap

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/andri marinó

FH er komið áfram í aðra umferð forkeppni EHF bikarsins í handbolta þrátt fyrir tap gegn króatíska liðinu RK Dubrava í Kaplakrika í kvöld.

FH vann fyrri leikinn úti í Króatíu með fjórum mörkum og var því í vænlegri stöðu fyrir leik kvöldsins.

Fyrri hálfleikur var nokkuð sveiflukenndur en FH var verðskuldað með tveggja marka forystu þegar flautað var til hálfleiks, staðan 16-14.

Hafnfirðingar héldu forystunni allt fram að síðustu mínútunum þegar Króatarnir náðu að jafna. Davor Maricic skoraði tvö mörk á síðustu tveimur mínútum leiksins til þess að tryggja Króötunum 30-32 sigur.

FH fer þó áfram eftir samanlagðan tveggja marka sigur 63-61. FH mætir Benfica frá Portúgal í næstu umferð, hún verður leikin í október.

Birgir Örn Birgisson var markahæstur í liði FH með 9 mörk. Arnar Freyr Ársælsson gerði sjö. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.