Enski boltinn

Cazorla sér eftir því að hafa ekki kvatt Arsenal almennilega

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Cazorla var sagt að hann myndi aldrei spila fótbolta aftur.
Cazorla var sagt að hann myndi aldrei spila fótbolta aftur. vísir/getty

Santi Cazorla sér eftir því að hafa ekki fengið að kveðja stuðningsmenn Arsenal almennilega. Cazorla gekk til liðs við Villareal í sumar.

Cazorla glímdi við erfið meiðsli og spilaði lítið sem ekkert síðustu ár hans hjá Arsenal. Hann er loksins farin að geta spilað fótbolta aftur og byrjaði alla þrjá leiki Villareal í La Liga deildinni til þessa.

„Það að hafa ekki getað kvatt með því að spila á Emirates er þyrnir í síðu minni. Ég vildi fá að kveðja stuðningsmennina,“ sagði Cazorla við Guardian.

Spánverjinn sagðist þakklátur forráðamönnum Arsenal fyrir allt það sem þeir gerðu fyrir hann og skildi ákvörðun þeirra að framlengja ekki samning hans í sumar.


Tengdar fréttir

636 daga bið Cazorla á enda

Santi Cazorla, miðjumaður Villareal, spilaði í gær sinn fyrsta leik í tæp tvö ár en Spánverjinn hefur verið að glíma við erfið meiðsli.

Cazorla yfirgefur Arsenal

Santi Cazorla fær ekki framlengingu á samning sínum hjá Arsenal og þarf að yfirgefa félagið í sumar. Félagið greindi frá þessu í gærkvöld.

Hluti af húðflúri á hendi Cazorla fært á ökklann hans

Stuðningsmenn Arsenal hafa þurft að bíða lengi eftir því að sjá spænska miðjumanninn Santi Cazorla spila á ný með liðinu. Meiðslasaga Santi Cazorla er efni í forsíðuburðinn á spænska íþróttablaðinu Marca.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.