Golf

Justin Rose leiðir fyrir lokadaginn BMW mótinu

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Justin Rose er á toppnum fyrir lokahringinn
Justin Rose er á toppnum fyrir lokahringinn Vísir/Getty

Englendingurinn Justin Rose leiðir BMW meistaramótið í golfi en mótið er það þriðja af fjórum í FedEx úrslitakeppninni sem er hluti af PGA mótaröðinni.

Rose hefur eins höggs forystu á þá Rory McIlroy og Xander Schauffele.

Rose hefur verið að spila ljómandi fínt og stöðugt golf allt mótið. Hann lék á sex höggum undir pari í gær og er samtals á 17 höggum undir pari.

McIlroy byrjaði mótið af miklum krafti og var á átta höggum undir pari á fyrsta hring en á öðrum hring hægðist töluvert á honum. Hann náði sér aftur á strik í gær og lék á sjö höggum undir pari og er samtals á 16 höggum undir pari.

Englendingurinn Tommy Fleetwood hefur hins vegar verið að leika besta golfið síðustu daga. Hann byrjaði ekkert alltof vel, lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari, en síðustu tvo hringi og hefur hann leikið á átta höggum undir pari og er því samtals á 15 höggum undir pari.

Tiger Woods er ásamt fleirum í 11. sæti á 12 höggum undir pari en hann lék á fjórum höggum undir pari.

Líkt og áður segir, er þetta þriðja mótið af fjórum í FedEx úrslitakeppninni. Þrjátíu efstu kylfingarnir á þessu móti fá þátttökurétt á síðasta mótinu, því er um mikið að keppa fyrir lokahringinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.