Enski boltinn

Luke Shaw á batavegi eftir höfuðmeiðsli

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Shaw hefur byrjað feikivel á tímabilinu
Shaw hefur byrjað feikivel á tímabilinu Vísir/Getty

Luke Shaw, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins segist vera fínn eftir að hafa verið borinn af velli vegna höfuðmeiðsla í leik Englands og Spánar í Þjóðadeildinni í gærkvöldi.

Shaw var að snúa aftur í enska landsliðið eftir 17 mánaða fjarveru en Shaw hefur verið öflugasti leikmaður Manchester United það sem af er tímabili.
 
Í upphafi seinni hálfleiks lenti Shaw í samstuði við Dani Carvajal, leikmann Spánar og Real Madrid en samstuðið má sjá hér að neðan.

Shaw fékk aðhlynningu í um fimm mínútur en á myndbandinu sést greinilega að Shaw hafi rotast við höggið.

England staðfesti eftir leik að Shaw væri vaknaður en hann þurfti að vera á spítala í nótt.
 
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.