Lífið

Nicki ætlar ekki að kæra Cardi B

Sylvía Hall skrifar
Myndir af þeim stöllum frá umræddu kvöldi, en Cardi B sást yfirgefa samkvæmdið með kúlu á enninu.
Myndir af þeim stöllum frá umræddu kvöldi, en Cardi B sást yfirgefa samkvæmdið með kúlu á enninu. Vísir/Getty

Nicki Minaj ætlar ekki að kæra Cardi B fyrir atvik sem átti sér stað á Harper‘s Bazaar viðburði á tískuvikunni í New York. Upp úr sauð milli rapparanna vegna ummæla sem Nicki hafði látið falla um Cardi sem móður. TMZ greinir frá.

Sjá einnig: Cardi B og Nicki Minaj í útistöðum á tískuviku: „Ekki tala illa um dóttur mína aftur“

Öryggisverðir Nicki héldu Cardi frá rapparanum og hlaut hún olnbogaskot í ennið í átökunum. Þá hafði Cardi reynt að kasta skó sínum í átt að Nicki áður en öryggisverðir skárust í leikinn og fylgdu Cardi út úr samkvæminu, sem hafði fengið gríðarstóra kúlu á ennið í átökunum.

Samkvæmt heimildarmönnum TMZ ætlar Nicki ekki að kæra atvikið til lögreglu þar sem hún sjálf slapp ómeidd og sér ekki ástæðu til þess að halda deilunum áfram.

Þá hefur Cardi tjáði sig um málið á Instagram þar sem hún útskýrir ástæður atviksins og segir Nicki hafa reynt að skemma fyrir henni í tónlistarbransanum og talað illa um hana sem móður.

View this post on Instagram

PERIOD.

A post shared by CARDIVENOM (@iamcardib) on


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.